Eigendur Kaffi Kú

Einar Örn rekur Kaffi Kú ásamt Sesselju Barðdal eiginkonu sinni og Aðalsteini Hallgrímssyni pabba hans. Staðurinn opnaði í September 2011 og hafa viðtökur verið framar vonum. Það sem gerir staðinn pínu sérstakan er það að staðurinn er á fjósloftinu í stærsta og tæknivæddasta fjósi landsins. Á loftinu eru tveir salir. Þegar gengið er upp eru stórar opnar svalir fyrir utan þar sem útsýnið út og inn fjörðinn er einstakt. Í fremri salnum er barinn staðsettur með sætum fyrir 30 manns og litlu leikhorni fyrir börnin ásamt stórum sjónavarpskjá þar sem hægt er að fylgjast með mjaltaróbót mjólka kýrnar allan sólahringinn. Inn af þeim sal er gengið útá svalir sem lokað hefur verið af með gleri allan hringinn. Þessar svalir eru inní fjósinu og hægt að fylgjast með kúm og kálfum. Þar eru sæti fyrir 30 manns og annar sjónvarpsskjár sem sýnir mjaltaróbótinn.
Restaurant

Besta Kaffið í sveitinni og þó víðar væri leitað


Hópar geta pantað í síma 8673826 eða sent á email naut@nautakjot.is

Erum með kjöt til sölu smellið hér
Menu
 

Prófið hina margfrægu gúllassúpu

Verið velkomin í Kaffikú

Alltaf velkomin

opið alla daga 10-18  
Erum á facebook Facebook